Meikayla Moore stal senunni þegar Nýja-Sjáland og Bandaríkin mættust á alþjóðlega mótinu She Believes Cup í knattspyrnu í Carson í Kaliforníu í Bandaríkjunum í kvöld.
Leiknum lauk með 5:0-sigri Bandaríkjanna en Moore skoraði þrjú sjálfsmörk í fyrri hálfleik áður en þær Ashley Hatch Mallory Pugh skoruðu sitt hvort markið fyrir Bandaríkin í síðari hálfleik.
Bandaríkin eru með 4 stig í efsta sæti keppninnar eftir fyrstu tvo leiki sína en Nýja-Sjáland er án stiga í neðsta sætinu.