Enski knattspyrnumaðurinn Jack Wilshere er á leið til danska úrvalsdeildarfélagsins AGF þar sem hann mun skrifa undir eins árs samning með möguleika á árs framlengingu.
Frá þessu er greint á staðarmiðlinum Århus Stiftstidende.
Hjá AGF mun Wilshere hitta fyrir íslensku landsliðsmennina Jón Dag Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson.
Tíðindin eru ansi óvænt en Wilshere, sem er þrítugur, á að baki 182 leiki með Arsenal, Bolton, West Ham United og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni og hefur leikið 36 A-landsleiki fyrir England.
Hann hefur verið félagslaus frá því síðasta sumar þegar hann yfirgaf Bournemouth og hefur æft með uppeldisfélagi sínu Arsenal undanfarna mánuði.
AGF hefur ekki tilkynnt formlega um félagaskiptin en birti kitlu á twitteraðgangi sínum í dag sem má sjá hér:
In coming... ✍️💣 #ksdh pic.twitter.com/uOOyj0spds
— AGF (@AGFFodbold) February 20, 2022