Knattspyrnumaðurinn Thomas Müller, sóknarmaður Bayern München og þýska landsliðsins, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni í annað sinn.
Müller greindi sjálfur frá þessu á twitteraðgangi sínum í kvöld.
Þar bendir hann á að rétt rúmlega eitt ár er frá því að hann smitaðist af veirunni í fyrra skiptið. Af þeim sökum missti hann meðal annars af úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppni félagsliða á síðasta ári.
Að þessu sinni má vænta þess að Müller missi aðeins af einum leik; deildarleik gegn Eintracht Frankfurt um næstu helgi.
Oh no! Positive for #COVID19 😖😫. Almost the same day like 2021. #immerweiter #StayPositive #esmuellert
— Thomas Müller (@esmuellert_) February 21, 2022