Müller smitaðist öðru sinni

Thomas Müller hefur í tvígang smitast af kórónuveirunni.
Thomas Müller hefur í tvígang smitast af kórónuveirunni. AFP

Knattspyrnumaðurinn Thomas Müller, sóknarmaður Bayern München og þýska landsliðsins, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni í annað sinn.

Müller greindi sjálfur frá þessu á twitteraðgangi sínum í kvöld.

Þar bendir hann á að rétt rúmlega eitt ár er frá því að hann smitaðist af veirunni í fyrra skiptið. Af þeim sökum missti hann meðal annars af úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppni félagsliða á síðasta ári.

Að þessu sinni má vænta þess að Müller missi aðeins af einum leik; deildarleik gegn Eintracht Frankfurt um næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert