Costa sætir lögreglurannsókn

Diego Costa kvaddi Atlético Mineiro sem brasilískur bikarmeistari í desember.
Diego Costa kvaddi Atlético Mineiro sem brasilískur bikarmeistari í desember. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Diego Costa sætir lögreglurannsókn í heimalandi sínu þessa dagana, í tengslum við mögulegt veðmálasvindl.

Yfirvöld fengu húsleitarheimild hjá Costa og heimild til að fara í gegnum fjárhagsleg gögn hans. Lögmaður hans, Aurelio Belem, staðfestir við fjölmiðla í Brasilíu að húsleit hafi þegar verið gerð á heimili Costa í Brasilíu. „Þeir tóku ekkert með sér, hvorki skjöl né peninga," sagði Belem.

Breska blaðið The Sun segir að Costa hafi viðurkenni að vera fastagestur á veðmálasíðu án þess að tilgreint hver hún sé.

Costa, sem er 33 ára gamall og landsliðsmaður Spánar eftir að hafa fengið ríkisfang þar í landi, er án félags um þessar mundir. Hann lék síðast með Atlético Mineiro í heimalandi sínu en spilaði þar á undan með Atlético Madrid og Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert