Fá loksins sömu laun og karlarnir

Leikmenn kvennalandsliðs Bandaríkjanna fá nú sömu laun og leikmenn karlalandsliðsins.
Leikmenn kvennalandsliðs Bandaríkjanna fá nú sömu laun og leikmenn karlalandsliðsins. AFP

Leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta fá nú sömu laun og leikmenn karlalandsliðsins fyrir landsliðsverkefni. Knattspyrnusambandið og leikmenn komust að samkomulagi í dag.

Leikmenn karlaliðsins hafa fram til þessa fengið hærri laun en leikmenn kvennaliðsins fyrir að leika með landsliði þjóðarinnar. Það ójafnrétti heyrir nú sögunni til. 

New York Times greinir frá að knattspyrnusambandið greiði um 24 milljónir dollara til landsliðskvenna undanfarinna ára til að leiðrétta mismuninn.

Stjörnunnar Alex Morgan og Megan Rapinoe voru á meðal fimm landsliðskvenna sem fóru í mál við knattspyrnusambandið árið 2016 vegna launamisréttisins, en þær geta nú fagnað tímamótasigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert