Sonur landsliðsþjálfarans orðinn atvinnumaður

Viktor Nói Viðarsson með foreldrum sínum á heimavelli Gent.
Viktor Nói Viðarsson með foreldrum sínum á heimavelli Gent. Ljósmynd/Genk

Knattspyrnumaðurinn Viktor Nói Viðarsson hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá Gent í Belgíu.

Viktor, sem er aðeins 15 ára, er sonur landsliðsþjálfarans Arnars Þórs Viðarssonar. Strákurinn ungi getur bæði leikið sem miðvörður og miðjumaður. 

Arnar þekkir belgíska fótboltann vel því hann lék á sínum tíma með Lokeren og Cercle Brugge til fjölda ára. Þá var hann þjálfari beggja liða um skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert