Atlético Madrid verður án fyrirliða síns Koke þegar liðið mætir Manchester United á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta annað kvöld.
Koke er að glíma við meiðsli og verður því ekki leikfær í Madrid á morgun. Hann varð fyrir meiðslunum í leik gegn Osasuna á dögunum.
Er um áfall fyrir Atlético að ræða en Koke er lykilmaður á miðsvæðinu hjá spænsku meisturunum.