Verða án fyrirliðans gegn United

Koke, til vinstri, leikur ekki gegn Manchester United.
Koke, til vinstri, leikur ekki gegn Manchester United. AFP

Atlético Madrid verður án fyrirliða síns Koke þegar liðið mætir Manchester United á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta annað kvöld.

Koke er að glíma við meiðsli og verður því ekki leikfær í Madrid á morgun. Hann varð fyrir meiðslunum í leik gegn Osasuna á dögunum.

Er um áfall fyrir Atlético að ræða en Koke er lykilmaður á miðsvæðinu hjá spænsku meisturunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert