Roman Yaremchuk tryggði Benfica dýrmætt jafntefli þegar liðið tók á móti Ajax í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Portúgal í kvöld.
Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Yaremchuk skoraði jöfnunarmark leiksins á 72. mínútu.
Dusan Tadic kom Ajax yfir strax á 18. mínútu áður en Sebastian Haller, framherji Ajax, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 25. mínútu.
Haller bætti hins vegar upp fyrir mistökin þremur mínútum síðar þegar hann kom Ajax yfir á nýjan leik, 2:1, með marki á 29. mínútu.
Það er því allt í járnum fyrir síðari leik liðanna sem fer fram hinn 15. mars í Amsterdam í Hollandi.