Fyrsta mark Davíðs fyrir Lecce (myndskeið)

Davíð Snær Jóhannsson í leik með Keflavík gegn Val.
Davíð Snær Jóhannsson í leik með Keflavík gegn Val. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Davíð Snær Jóhannsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, gekk á dögunum til liðs við ítalska félagið Lecce og á mánudaginn skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Davíð, sem er nítján ára gamall en hefur leikið með meistaraflokki Keflavíkur frá fimmtán ára aldri, lék þá með U19 ára liði félagsins í ítölsku A-deildinni í þeim aldursflokki, Primavera 1, og skoraði laglegt mark í 3:4 ósigri gegn Verona.

Markið má sjá í myndskeiðinu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert