Árni skoraði í tapi

Árni Vilhjálmsson skoraði fyrir Rodez.
Árni Vilhjálmsson skoraði fyrir Rodez. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Árni Vilhjálmsson skoraði mark Rodez í 2:1 tapi gegn Ajaccio í frönsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Jean-Phillippe Krasso kom Ajaccio yfir á 11. mínútu leiksins en Árni jafnaði metin á þeirri 33. Það var svo Riad Nouri sem gerði sigurmark Ajaccio í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Rodez er í 14. sæti deildarinnar með 30 stig eftir 26 leiki en Ajaccio er í þriðja sæti með 48 stig.

Á sama tíma mættust Amiens og Nimes í sömu deild. Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður á 63. mínútu í liðið Nimes sem tapaði sannfærandi 3:0.

Nimes er í 9. sæti með 35 stig en Amiens er í því 11. með 33 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert