Þýsku meistararnir í Bayern München unnu 1:0 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu seinnipartinn í dag.
Vængmaðurinn Leroy Sane gerði eina mark leiksins þegar tæplega 20 mínútur voru til leiksloka eftir undirbúning Joshua Kimmich.
Með sigrinum styrkti Bayern stöðu sína á toppi deildarinnar en liðið er nú með 58 stig og níu stiga forskot á Borussia Dortmund. Þeir gulu eiga þó leik til góða. Frankfurt er í 10. sæti deildarinnar með 31 stig.