Pólska landsliðið mun ekki mæta því rússneska í umspili um sæti á HM karla í fótbolta í næsta mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Cezary Kilesza, forseti pólska knattspyrnusambandsins, staðfesti tíðindin og sagði ákvörðunina hafa verið tekið í samræmi við leikmenn. Leika átti í Rússlandi.
Þá hefur pólska sambandið sett sig í samband við kollega sína í Svíþjóð og Tékklandi en sigurliðið úr leik Rússlands og Tékklands átti að mæta annað hvort Svíþjóð eða Tékklandi í hreinum úrslitaleik um sæti á HM.
Robert Lewandowski, skærasta stjarna pólska liðsins, er ánægður með ákvörðun pólska sambandsins. „Þetta er rétt ákvörðun! Ég get ekki ímyndað mér að spila við rússneskt landslið á meðan Rússland ræðst inn í Úkraínu. Rússneskir knattspyrnumenn og stuðningsmenn bera ekki ábyrgð á þessu en við getum ekki látið sem ekkert sé að gerast,“ skrifaði Lewndowski á Twitter.