Umspil í 1. deild karla samþykkt

Þórir Guðjónsson og félagar hans í Fram eru ríkjandi meistarar …
Þórir Guðjónsson og félagar hans í Fram eru ríkjandi meistarar í 1. deild karla.

Tillaga um breytingar á ákvæðum um mótafyrirkomulag í 1. deild karla í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót var samþykkt á ársþingi KSÍ í Ólafssal á Ásvöllum í dag.

Mikill meiri hluti þingsins samþykkti að taka upp umspil í 1. deild karla en mun það taka gildi fyrir sumarið 2023. 

Liðið sem vinnur deildina fer því beint upp í Bestu deild karla en liðin sem enda í 2.-5. sæti munu spila undanúrslit og úrslit um hitt sætið. Undanúrslitin munu þá fara fram heima og að heiman en úrslitaleikurinn verður spilaður á hlutlausum velli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert