Aron skoraði sigurmarkið

Aron skoraði sigurmark Horsens.
Aron skoraði sigurmark Horsens. Ljósmynd/Horsens

Horsens hafði betur gegn Hvidore á heimavelli í dönsku 1. deildinni í fótbolta í dag, 2:1.

Aron Sigurðarson spilaði fyrstu 85 mínúturnar með Horsens og skoraði sigurmarkið á 49. mínútu er hann kom Horsens í 2:0.

Horsens er í fjórða sæti deildarinnar með 36 stig, sex stigum á eftir toppliði Helsingør.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert