Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur gefið út að rússneska knattspyrnulandsliðið megi spila komandi leiki sína þrátt fyrir innrás landsins í Úkraínu.
Leikirnir megi þó ekki fara fram í Rússlandi, fáni Rússlands megi ekki vera notaður og þjóðsöngurinn megi ekki vera spilaður eins og venjan er fyrir landsleiki.
Nokkrar þjóðir höfðu tilkynnt að þau hefðu engan áhuga á því að spila komandi leiki við Rússland en þar á meðal eru England, Pólland, Tékkland og Svíþjóð.
Þetta eru sömu aðgerðir og Alþjóðaólympíusambandið beitti nýverið gegn Rússum.