Rússar fá að keppa án fánans

Rússneska landsliðið fær að spila en með nokkrum skilyrðum þó.
Rússneska landsliðið fær að spila en með nokkrum skilyrðum þó. AFP

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur gefið út að rússneska knattspyrnulandsliðið megi spila komandi leiki sína þrátt fyrir innrás landsins í Úkraínu.

Leikirnir megi þó ekki fara fram í Rússlandi, fáni Rússlands megi ekki vera notaður og þjóðsöngurinn megi ekki vera spilaður eins og venjan er fyrir landsleiki.

Nokkrar þjóðir höfðu tilkynnt að þau hefðu engan áhuga á því að spila komandi leiki við Rússland en þar á meðal eru England, Pólland, Tékkland og Svíþjóð.

Þetta eru sömu aðgerðir og Alþjóðaólympíusambandið beitti nýverið gegn Rússum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert