Sir Alex afhjúpaði styttu af sjálfum sér

Sir Alex Ferguson afhjúpar styttuna af sjálfum sér.
Sir Alex Ferguson afhjúpar styttuna af sjálfum sér. Ljósmynd/Aberdeen

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United og Aberdeen, afhjúpaði styttu af sjálfum sér á heimavelli Aberdeen á föstudaginn var.

Sir Alex stýrði Aberdeen frá 1978 til 1986 og gerði liðið þrisvar sinnum að skoskum meistara og fjórum sinnum að bikarmeistara. Þá vann Aberdeen Evrópukeppni bikarhafa árið 1983 undir stjórn Sir Alex.

Tíminn undir stjórn Sir Alex er sá sigursælasti í sögu félagsins og ákvað það því að heiðra hinn áttræða Skota sem náði einnig stórkostlegum árangri með Manchester United.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert