Sveindís fór á kostum í fyrsta byrjunarliðsleiknum

Sveindís Jane Jónsdóttir stal senunni hjá Wolfsburg.
Sveindís Jane Jónsdóttir stal senunni hjá Wolfsburg. mbl.is/Unnur Karen

Wolfsburg vann þægilegan 5:1-útisigur á Köln í efstu deild þýska fótboltans í kvöld.

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta skipti í byrjunarliði Wolfsburg og hún nýtti tækifærið vægast sagt vel.

Sveindís skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu og aðeins ellefu mínútum síðar bætti hún við sínu öðru marki. Sóknarmaðurinn lék aðeins fyrri hálfleikinn.

Wolfsburg er í toppsæti deildarinnar með 38 stig, einu stigi meira en Bayern München. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecelía Rán Rúnarsdóttir leika með Bayern.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert