Hlín Eiríksdóttir skoraði eitt marka Piteå í öruggum 4:1-sigri á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í gær. Markið var stórglæsilegt.
Hlín skoraði fyrsta mark leiksins strax á níundu mínútu.
Þá lék hún á bakvörð Djurgården, lagði boltann fyrir sig og skoraði með mögnuðu vinstri fótar skoti sem fór í þverslánna og þaðan í hornið, fullkomlega óverjandi fyrir markvörð Djurgården.
Myndskeið af öllum mörkum leiksins má sjá hér.