Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, eigandi enska knattspyrnufélagsins Chelsea, missti sjónina í nokkra klukkutíma eftir að hafa innbyrt eitrað súkkulaði.
Bandaríski miðillinn Wall Street Journal greindi frá því í gær að eitrað hafi verið fyrir Abramovich ásamt tveimur Úkraínumönnum þegar þeir tóku þátt í friðarviðræðum í Kænugarði í upphafi mánaðarins vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.
Samkvæmt miðlinum kom eitrunin til vegna þess að þremenningarnir hafi borðað súkkulaði sem var búið að setja eitur í.
Auk þess að missa sjónina um nokkurra klukkustunda skeið fór húð hans að flagna á höndum og í andliti.
Samkvæmt rannsóknarmiðlinum Bellingcat var árásin að undirlagi yfirvalda í Kreml í Rússlandi.
Þar kemur þó fram að eitruninni hafi ekki verið ætlað að draga fórnarlömbin til dauða heldur til þess fallin að minna á að svíkja ekki eða fara gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta.