Louis van Gaal, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur greint frá því að hann sé að berjast við krabbamein í blöðruhálskirtli.
Hin sjötugi van Gaal opinberaði þetta í hollenska sjónvarpsþættinum Humberto í kvöld er hann var að kynna nýja heimildamynd um ævi sína sem er væntanleg á næstunni.
Heitir hún einfaldlega Van Gaal og verður frumsýnd í Hollandi þann 14. apríl næstkomandi.
„Þeir vita ekki af þessu. Þeir sjá roða í kinnum minnum og hugsa: „En hvað þetta er heilsuhraust manneskja.“ Það er auðvitað ekki raunin,“ sagði van Gaal um leikmenn hollenska landsliðsins.
„Ég hef gengið í gegnum margt hvað veikindi varðar, þar á meðal eiginkona mín. Þetta er bara hluti af lífinu.
Ég sem mannvera hef eflaust orðið ríkari af því að ganga í gegnum allar þessar upplifanir. Mér fannst sem þetta þyrfti einnig að vera í [heimilda]myndinni,“ bætti hann við.