Þetta var þroskuð frammistaða

Höskuldur með boltann í leik kvöldsins. Adam Ægir Pálsson er …
Höskuldur með boltann í leik kvöldsins. Adam Ægir Pálsson er til varnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son fyr­irliði Breiðabliks var að von­um sátt­ur eft­ir 4:1-sig­ur sinna manna gegn Kefla­vík í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu á Kópa­vogs­velli í kvöld.

„Ég er bara mjög sátt­ur með lang stærsta hluta leiks­ins. Taug­arn­ar eru alltaf aðeins meira þand­ar en vana­lega í fyrsta leik svo mér fannst við bara byrja hrika­lega vel. Þetta var þroskuð frammistaða. Þeir koma flott­ir inn í seinni hálfleik, setja aðeins meiri þrýst­ing á okk­ur og við vor­um bún­ir að gefa rosa­lega mikið í fyrri hálfleik­inn, svo eft­ir á hefðum við geta verið aðeins klók­ari í að stjórna ork­unni. Að því sögðu erum við að verj­ast fínt þó þeir séu með meiri kraft. Ég er 99 pró­sent sátt­ur.“

Fyrri hálfleik­ur­inn var al­gjör eign Breiðabliks sem hefði hæg­lega getað skorað meira en þrjú mörk.

„Þetta minn­ir okk­ur bara á að virða hvert færi sem við fáum. Við verðum að vera mis­kunn­ar­laus­ir og nýta okk­ur það ef leik­ur­inn býður upp á það að fara stærra. Við skor­um samt al­veg fjög­ur mörk, en hefðum vissu­lega getað skorað fleiri.“

Marg­ir spá Breiðabliki Íslands­meist­ara­titl­in­um í ár.

„Það er einn tutt­ug­asti-og-sjö­undi bú­inn af mót­inu svo það er bara þetta gamla góða, við tök­um einn leik í einu. Þetta byrj­ar nokkuð ró­lega, það eru sex dag­ar í næsta leik á móti KR. Það verður hörku­leik­ur í Frosta­skjól­inu, öðru­vísi leik­ur en í dag, ekki á speg­il­sléttu gervi­grasi.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert