Sveindís byrjar á Nývangi

Sveindís Jane Jónsdóttir (t.h.) í leik gegn Arsenal í átta …
Sveindís Jane Jónsdóttir (t.h.) í leik gegn Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði. AFP/Ronny Hartmann

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er í byrjunarliði Wolfsburg sem heimsækir ríkjandi Evrópumeistara Barcelona á Nývang í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 16.45 í dag.

Heimsmet yfir fjölda áhorfenda á kvennaleik í knattspyrnu gæti verið slegið þar sem búist er við yfir 90.000 áhorfendum á leikinn, en heimsmetið var sett á Nývangi á dögunum þegar 91.523 áhorfendur mættu á leik Barcelona og Real Madríd í átta liða úrslitunum.

Sveindís Jane hefur fest sig vel í sessi hjá Wolfsburg og lagði til að mynda upp bæði mörkin í 2:0-sigri í síðari leik liðsins gegn Arsenal í átta liða úrslitunum, þar sem liðið vann samanlagðan 3:1-sigur.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á youtube:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert