Atvinnumennskan er alls engin paradís

„Þetta er ekki búið að vera neinn dans á rósum,“ sagði knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðlaugur Victor, sem er 31 árs gamall, hélt út í atvinnumennsku 16 ára gamall þegar hann samdi við AGF í Danmörku.

Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á 16 ára atvinnumannaferli sínum en hann spilar í dag með Schalke, sem tryggði sér á dögunum sæti í efstu deild Þýskalands.

„Það eru ákveðin forréttindi að vera atvinnumaður í fótbolta en við höfum þurft að leggja mikið á okkur til þess að komast á þann stað sem við erum á í dag,“ sagði Guðlaugur Victor.

„Minn ferill er búinn að vera algjört hark og ég hef upplifað hæðir og lægðir í þessu. Við fórnum ýmsu og lendum á vegg eins og aðrir.

Fólk horfir á atvinnumennskuna sem einhverja paradís sem hún er engan veginn,“ sagði Guðlaugur Victor.

Viðtalið við Guðlaug Victor í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka