Ari lagði upp mark í Íslendingaslag

Ari Freyr Skúlason í leik með íslenska landsliðinu á síðasta …
Ari Freyr Skúlason í leik með íslenska landsliðinu á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari Freyr Skúlason lagði upp annað marka Norrköping þegar liðið kom til baka og gerði 2:2-jafntefli við Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Elfsborg tók forystuna snemma leiks og tvöfaldaði henni eftir 39 mínútna leik.

Skömmu fyrir leikhlé lagði Ari Freyr upp mark fyrir Norrköping og staðan því 1:2 í hálfleik.

Í síðari hálfleik, tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok, jafnaði Nyman með öðru marki sínu og Norrköping og tryggði heimamönnum þannig jafntefli.

Ari Freyr lék allan leikinn fyrir Norrköping í vinstri vængbakvarðarstöðunni. Jóhannes Kristinn Bjarnason var hins vegar ekki í leikmannahópnum.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 83. mínútu hjá Elfsborg og var Hákon Rafn Valdimarsson varamarkvörður liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert