Ég þurfti bara að hætta að drekka

„Umboðsmennirnir mínir voru komnir með nóg af mér,“ sagði knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðlaugur Victor, sem er 31 árs gamall, lenti á vegg árið 2014 þegar hann var samningsbundinn NEC Nijmegen í Hollandi.

Forráðamenn hollenska liðsins höfðu lítinn áhuga á því að nota íslenska landsliðsmanninn vegna vandræða hans utan vallar og Guðlaugur var allt í einu kominn í þá stöðu að fá lið höfðu áhuga á honum.

„Ég áttaði mig á því þarna að ég þyrfti bara að hætta að drekka áfengi,“ sagði Guðlaugur Victor.

„Ég þurfti einfaldlega að snúa við blaðinu ef ég ætlaði mér að halda áfram í atvinnumennsku,“ sagði Guðlaugur Victor meðal annars.

Viðtalið við Guðlaug Victor í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert