Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við katarska félagið Al-Arabi um eitt ár. Nýi samningurinn rennur því út að loknu tímabilinu 2022/2023.
Al-Arabi tilkynnti um framlenginguna á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.
Aron Einar hefur verið í herbúðum Al-Arabi frá árinu 2019.
Áður hafði hann leikið með Cardiff City, Coventry City, AZ Alkmaar og svo Þór frá Akureyri hér á landi.
Þá á hann að baki 97 A-landsleiki fyrir Íslands hönd þar sem hann hefur skorað tvö mörk.
تم تجديد عقد المحترف الايسلندي ارون جوناسون حتى نهاية موسم 2023/2022 مع خيار التمديد لموسم إضافي آخر ⚪️🔴 pic.twitter.com/4by8nJ5uUE
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) June 30, 2022