Rooney ráðinn til Washington

Wayne Rooney er kominn aftur til Washington.
Wayne Rooney er kominn aftur til Washington. AFP/Niklas Hallen

Bandaríska knattspyrnufélagið DC United staðfesti nú undir kvöld að Wayne Rooney hefði verið ráðinn aðalþjálfari félagsins.

Rooney, sem hætti störfum hjá Derby County í síðasta mánuði, tekur við liðinu í erfiðri stöðu en það er í þrettánda og næstneðsta sæti Austurdeildar MLS með 17 stig eftir sautján leiki.

Rooney lék áður með DC United í bandarísku höfuðborginni Washington í hálft annað ár, á árunum 2018-2020, þar sem hann skoraði 23 mörk í 48 leikjum í MLS-deildinni, en hann fór þaðan til Derby í ársbyrjun 2020, þar sem hann lauk ferlinum sem leikmaður, varð aðstoðarþjálfari og síðan knattspyrnustjóri félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert