Andri Lucas staðfestur hjá Norrköping

Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki með íslenska landsliðinu.
Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er genginn til liðs við sænska félagið Norrköping frá Real Madrid. 

Andri er 20 ára gamall framherji sem hefur verið í röðum Real Madrid undanfarin ár og lék með varaliði félagsins á síðasta tímabili. Hann mun leika í treyju númer 22 hjá Norrköping. Sem er einmitt númerið sem Eiður Smári Guðjohnsen, faðir hans, er þekktastur fyrir. 

Norrköping heldur Íslendingahefðinni áfram þar sem Andri bætist í hóp þriggja annarra Íslendinga hjá félaginu. Þeir Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson og Jóhannes Kristinn Bjarnason eru allir á mála hjá félaginu. 

Hér má sjá stutt viðtal við Andra Lucas sem Twitter-síða Norrköping birti:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert