Skórnir á hilluna eftir tvö hjartastopp

Skórnir eru komnir á hilluna hjá Emil Pálssyni.
Skórnir eru komnir á hilluna hjá Emil Pálssyni. Ljósmynd/Sarpsborg

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hefur lagt skóna á hilluna eftir að hafa farið í tvö hjartastopp á innan við hálfu ári. Hann greindi frá ákvörðuninni á Instagram í dag.

Emil fékk fyrst hjartastopp í leik með Sogndal í Noregi í nóvember á síðasta ári. Hann jafnaði sig og byrjaði að æfa með FH í kjölfarið, en fékk aftur hjartastopp á æfingu með Hafnarfjarðarliðinu.

„Fótbolti hefur alltaf verið stærsta ástríðan í lífi mínu og ég er stoltur af ferlinum. Að spila í atvinnumennsku eru forréttindi og ég naut hverrar mínútu,“ skrifaði hann m.a. á Instagram.

Emil var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2015. Hann hélt í atvinnumennsku árið 2017 og spilaði með Sandefjord, Sogndal og Sarpsborg í Noregi. Emil lék einn A-landsleik, gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum 16. janúar árið 2016. Í 123 leikjum í efstu deild hér á landi skoraði Emil 20 mörk.

View this post on Instagram

A post shared by Emil Pálsson (@emilpals)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert