Á skotskónum í Svíþjóð

Arnór Sigurðsson var á skotskónum í dag.
Arnór Sigurðsson var á skotskónum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Sigurðsson var á skotskónum þegar lið hans Norrköping lagði Täby að velli í 2. umferð sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu á útivelli í dag.

Arnór skoraði annað mark Norrköping í 2:0-sigri liðsins en hann tvöfaldaði forystu sænska liðsins á 49. mínútu eftir sendingu frá nafna sínum Arnóri Ingva Traustasyni.

Arnór, Arnór Ingvi og Andri Lucas Guðjohnsen léku allan leikinn með sænska liðinu en Ari Freyr Skúlason var ónotaður varamaður. 

Norrköping er því komið áfram í riðlakeppni bikarkeppninnar eftir sigur dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert