Noregur varð í gærkvöld fimmta Evrópuþjóðin til að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu með því að sigra Belgíu 1:0 á útivelli í uppgjöri toppliðanna í F-riðli.
Þar með eru þrjár Norðurlandaþjóðir komnar á HM því bæði Svíar og Danir voru búnir að tryggja sér sigra í sínum riðlum og eins höfðu Spánn og Frakkland þegar unnið sína riðla og voru með HM-farseðlana í höfn.
Í dag eru miklar líkur á því að Þýskaland og England bætist í hópinn en Þjóðverjum nægir jafntefli gegn Tyrklandi á útivelli og ensku Evrópumeisturunum nægir jafntefli gegn Austurríki á útivelli.
Þá standa eftir tveir riðlar sem verða til lykta leiddir á þriðjudagskvöldið en þá kemur í ljóst hvort það verður Ítalía eða Sviss sem vinnur G-riðil og hvort það verður Ísland eða Holland sem vinnur C-riðil. Ítalir þurfa sigur á heimavelli gegn Rúmeníu til að gulltryggja sér HM-sætið.
Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag