Raphinha og Lewandowski á skotskónum

Raphinha og Robert Lewandowski skoruðu báðir fyrir Barcelona í kvöld.
Raphinha og Robert Lewandowski skoruðu báðir fyrir Barcelona í kvöld. AFP/Cristina Quicler

Barcelona vann öruggan 3:0-sigur á Sevilla þegar liðin mættust í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Brasilíumaðurinn Raphinha, sem kom frá Leeds United í sumar, kom Börsungum í forystu á 21. mínútu.

Stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði pólski markahrókurinn Robert Lewandowski, sem kom frá Bayern München í sumar, forystuna með sínu fimmta deildarmarki í fjórða leiknum á tímabilinu.

Miðvörðurinn Eric García innsiglaði svo sigurinn með þriðja markinu snemma í fyrri hálfleik.

Sigurinn þýðir að Barcelona er í öðru sæti spænsku deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir ríkjandi Spánarmeisturum Real Madríd, sem er með fullt hús stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert