Kristian ferðaðist til Liverpool með Ajax

Kristian Nökkvi Hlynsson tekur vítaspyrnu fyrir íslenska U21-árs landsliðið.
Kristian Nökkvi Hlynsson tekur vítaspyrnu fyrir íslenska U21-árs landsliðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn bráðefnilegi, Kristian Nökkvi Hlynsson, ferðaðist með aðalliði Ajax til Liverpool í dag fyrir leik liðanna í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla annað kvöld.

Af þessum sökum var hann ekki í leikmannahópi Jong Ajax, varaliði félagsins sem leikur í hollensku B-deildinni, gegn NAC Breda í kvöld.

Kristian Nökkvi, sem er aðeins 18 ára gamall, er á meðal 24 leikmanna sem ferðuðust til Bítlaborgarinnar fyrr í dag og á því möguleika á að vera í leikmannahópnum á Anfield á morgun þar sem leyfilegt er að hafa 23 leikmenn í hóp, þar af 12 varamenn.

Þrír markverðir eru í hópnum og verður forvitnilegt að sjá hvort Kristian Nökkvi verði á meðal varamanna.

24 manna hópurinn samkvæmt heimasíðu Ajax:

Remko Pasveer
Maarten Stekelenburg
Jay Gorter
Jurriën Timber
Calvin Bassey
Ahmetcan Kaplan
Devyne Rensch
Daley Blind
Jorge Sánchez
Lisandro Magallán
Edson Álvarez
Davy Klaassen
Kenneth Taylor
Mohammed Kudus
Florian Grillitsch
Youri Regeer
Youri Baas
Kristian Nökkvi Hlynsson
Steven Bergwijn
Brian Brobbey
Steven Berghuis
Dusan Tadic
Lucas Ocampos
Lorenzo Lucca

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert