Heimir hefur hafið störf á Jamaíka

Heimir Hallgrímsson við störf á HM í Rússlandi 2018.
Heimir Hallgrímsson við störf á HM í Rússlandi 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er kominn til Jamaíka, þar sem hann verður kynntur sem landsliðsþjálfari karlaliðs þjóðarinnar á föstudag. 

Rudolph Speid hjá knattspyrnusambandi Jamaíka staðfesti við STAR Sports að búið sé að ráða landsliðsþjálfara og hann kominn til Jamaíka. Speid vildi þó ekki nafngreina Heimi, þar sem hann verður kynntur á fréttamannafundi á föstudag.

Heimir hefur þegar hafið störf fyrir knattspyrnusambandið. „Nýi þjálfarinn hefur hafið störf. Mitt hlutverk var að ráða þjálfara og það ferli er nú á enda,“ bætti Speid við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert