Þýsku deildarmeistarar Wolfsburg unnu 4:0 sigur á Essen í fyrsta leik sínum í þýsku A-deildinni í fótbolta á þessu tímabili en landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er í herbúðum félagsins.
Pólski framherjinn Ewa Pajor setti tvö mörk og Alexandra Popp og Tabea Wassmuth sitthvort. Sveindís byrjað leikinn á tréverkinu en kom inn á 66. mínútu í stöðunni 3:0.
Wolsburg kemur sér í efsta sæti deildarinnar með sigrinum í dag en þetta var annar leikur tímabilsins. Í upphafsleiknum í gær gerðu Frankfurt og Bayern München markalaust jafntefli.