Japan lagði Bandaríkin

Shuichi Gonda markvörður Japana gómar boltann í leiknum í Düsseldorf …
Shuichi Gonda markvörður Japana gómar boltann í leiknum í Düsseldorf í dag. AFP/Norbert Schmidt

Japanir sigruðu Bandaríkjamenn 2:0 í vináttulandsleik karla í fótbolta sem fram fór í Düsseldorf í Þýskalandi í dag.

Daichi Kamada kom japanska liðinu yfir á 24. mínútu og Kaoru Mitoma innsiglaði sigurinn með öðru marki rétt fyrir leikslok.

Bæði lið eru að búa sig undir heimsmeistarakeppnina í Katar sem hefst 20. nóvember. Japanir verða þar í riðli með Þýskalandi, Kostaríka og Spáni en Bandaríkjamenn eru í riðli með Englandi, Wales og Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert