Guðrún í Meistaradeildina á kostnað Svövu

Svava Rós Guðmundsdóttir og Guðrún Arnardóttir mættust í Malmö í …
Svava Rós Guðmundsdóttir og Guðrún Arnardóttir mættust í Malmö í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í dag með sigri gegn Brann frá Noregi í síðari leik liðanna í 2. umferð keppninnar í Malmö í Svíþjóð.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Rosengård en fyrri leik liðanna í Bergen lauk með 1:1-jafntefli og Rosengård vann því einvígið 4:2 samanlagt.

Mimmi Larsson skoraði tvívegis fyrir Rosengård í leiknum og Sofie Bredgaard eitt mark en Maria Brochmann minnkaði muninn fyrir Brann í 1:3 á 80. mínútu.

Guðrún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård líkt og Svava Rós Guðmundsdóttir sem lék í fremstu víglínu hjá Brann.

Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 3. október í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert