Hollenska knattspyrnufélagið Ajax hefur sætt mikilli gagnrýni vegna atviks sem kom upp er kvennalið félagsins mætti Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi.
Byrjun leiksins seinkaði örlítið, þar sem mörkin voru heilum tíu sentímetrum of lítil en lög gera ráð fyrir. Þurfti að stækka mörkin vegna þessa.
Arsenal vann að lokum 1:0 og komst áfram í riðlakeppnina, en liðin gerðu 2:2-jafntefli í London í fyrri leiknum.
Jafntefli hefði dugað Ajax til að fara í framlengingu og liggur félagið því undir grun að hafa vísvitandi haft mörkin lægri til að auka líkurnar á markalausu jafntefli og framlengingu. Ekkert hefur þó verið sannað í þeim efnum.
Ridiculous situation. Goals are uneven, 10cm out. pic.twitter.com/k8bbVTlR5S
— Suzy Wrack (@SuzyWrack) September 28, 2022