Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley nálgast toppinn í ensku B-deildinni í fótbolta eftir 1:0 útisigur á Coventry í dag.
Jóhann Berg byrjaði leikinn á tréverkinu en kom inn á 74. mínútu. Englendingurinn Nathan Tella skoraði sigurmark Burnley á 39. mínútu. Burnley er nú í fjórða sæti með 22 stig, tveimur frá Sheffield United Norwich og QPR í efstu þremur sætunum.
Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn og lagði upp í 4:1 sigri Slask Wroclaw á Gornik Zabrze í pólsku úrvalsdeildinni í dag. Slask Wroclaw er í tíunda sæti með 16 stig.
Aron Bjarnason lék allan leikinn fyrir Sirius í 0:0 jafntefli gegn Degerfos í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Óli Valur Ómarsson var ónotaður varamaður í liði Sirius. Sirius er í 12. sæti deildarinnar með 27 stig.
Alex Þór Hauksson lék allan leikinn fyrir Öster í 0:0 jafntefli gegn Landskrona í sænsku B-deildinni í dag. Öster er í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig.