Ísak og Hákon í hópnum gegn City

Ísak Bergmann Jóhannesson og samherjar hans í FC Kaupmannahöfn mæta …
Ísak Bergmann Jóhannesson og samherjar hans í FC Kaupmannahöfn mæta Manchester City í dag. AFP/Liselotte Sabroe

Skagamennirnir ungu Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Rafn Haraldsson eru í leikmannahópi FC Kaupmannahafnar sem mætir Manchester City á heimavelli í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Parken í dag.

Flautað verður til leiks klukkan 16.45. Liðin mættust einnig í síðustu umferð og vann City þá sannfærandi 5:0-sigur á heimavelli.

Þá var Ísak í byrjunarliðinu, og lék allan leikinn, á meðan Hákon kom inn á sem varamaður á 56. mínútu.

City er með fullt hús stiga í riðlinum, níu stig. Dortmund er í öðru með sex stig og Sevilla og Kaupmannahafnarliðið koma þar á eftir með eitt stig hvort.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert