Inter Mílanó er áfram í efsta sæti ítölsku A-deildar kvenna í knattspyrnu eftirstórsigur gegn AC Milan á heimavelli í dag.
Leiknum lauk með 4:0-sigri Inter Mílanó en Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í vörninni hjá AC Milan sem er með 9 stig í fimmta sæti deildarinnar.
Anna Björk Kristjánsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Inter Mílanó en liðið er ósigrað í efsta sætinu með 16 stig eftir sex umferðir.
Þá kom Alexandra Jóhannsdóttir inn á sem varamaður hjá Fiorentina þegar liðið vann 1:0-útisigur gegn Pomigliano en Fiorentina er í öðru sætinu með 15 stig, stigi minna en topplið Inter Mílanó.
Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus eru í fjórða sætinu með 11 stig en Ítalíumeistararnir eiga leik til góða á Inter Mílanó og Fiorentina.