Missir af HM vegna meiðsla

Mike Maignan í leik með AC Milan í síðasta mánuði.
Mike Maignan í leik með AC Milan í síðasta mánuði. AFP/Miguel Medina

Mike Maign­an, markvörður Ítal­íu­meist­ara AC Mil­an og franska landsliðsins í knatt­spyrnu karla, er meidd­ur á kálfa og miss­ir því af heims­meist­ara­mót­inu sem hefst í Kat­ar eft­ir rétt tæp­lega mánuð.

Þetta staðfesti Stefano Pi­oli, knatt­spyrn­u­stjóri AC Mil­an, á blaðamanna­fundi í dag.

Þar sagði hann kálfa­meiðslin vera það al­var­leg að Maign­an muni ekki snúa aft­ur til æf­inga og keppni fyrr en á næsta ári.

Maign­an var val­inn besti markvörður ít­ölsku A-deild­ar­inn­ar á síðasta tíma­bili þegar AC Mil­an vann deild­ina.

Á þessu ári hafði hann spilað fjóra af fimm A-lands­leikj­um sín­um fyr­ir Frakk­land og átti sæti í franska landsliðshópn­um víst fyr­ir HM 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert