Gareth Bale lék stórt hlutverk hjá Los Angles FC í nótt þegar liðið varð bandarískur meistari í knattspyrnu í fyrsta skipti með því að sigra Philadelhhia Union í vítaspyrnukeppni í framlengdum úrslitaleik.
Bale var meiddur í aðdraganda leiksins en var kominn aftur í hópinn og var á varamannabekk Los Angeles. Hann kom inn á sem varamaður snemma í framlengingunni og jafnaði metin í 3:3 á lokasekúndum hennar, rétt eftir að Philadelphia virtist hafa tryggt sér sigurinn með sínu þriðja marki.
Í vítaspyrnukeppninni hafði Los Angeles síðan betur, 3:0.