Orri gerði fyrsta markið

Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta markið sitt fyrir aðallið FCK.
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta markið sitt fyrir aðallið FCK. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar, er liðið vann 3:1-útisigur á Thisted eftir framlengingu í danska bikarnum í kvöld.

Orri fékk tækifærið í byrjunarliði FCK og skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson var einnig í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar, en var tekinn af velli fyrir seinni hálfleikinn.

Hákon Arnar Haraldsson var í banni hjá FCK, en hann fékk rautt spjald í síðustu umferð bikarsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert