Sveindís allt í öllu í Meistaradeildinni

Sveindís Jane Jónsdóttir var frábær í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir var frábær í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveindís Jane Jónsdóttir átti stórleik fyrir Wolfsburg þegar liðið tók á móti Roma í B-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Þýskalandi í kvöld.

Sveindís byrjaði á meðal varamanna hjá Wolfsburg en kom inn á sem varamaður strax á 12. mínútu eftir að Jill Roord meiddist.

Sveindís lagði upp fyrsta mark Wolfsburg fyrir Evu Pajor á 24. mínútu áður en hún skoraði annað mark leiksins á 40. mínútu en leiknum lauk með 4:2-sigri Wolfsburg sem er með 10 stig í efsta sæti riðilsins og er komið áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

Þá sat Berglind Björg Þorvaldsdóttir allan tímann á varamannabekk París SG þegar liðið vann öruggan 4:0-stórsigur gegn Vllaznia í Albaníu í A-riðlinum en París SG er með 7 stig í öðru sæti riðilsins, þremur stigum meira en Real Madrid sem á leik til góða á París SG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert