Sendi gleðikonur í búningsklefann

Silvio Berlusconi situr enn á ítalska þinginu.
Silvio Berlusconi situr enn á ítalska þinginu. AFP/Alberto Pizzoli

Silvio Berlusconi, þingmaður og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti leikmönnum knattspyrnuliðsins Monza, þar sem hann er aðaleigandi, að hann myndi senda gleðikonur inn í búningsklefa þeirra ef þeir myndu vinna eitthvert af stórliðunum í A-deildinni.

Berlusconi sagði þetta í jólaveislu með leikmönnunum en lið Monza er nýliði í deildinni og á framundan leiki við Inter Mílanó, Juventus og AC Milan. „Ef þið vinnið eitthvert af þessum toppliðum, mun ég koma með rútu fulla af gleðikonum í búningsklefann," sagði Berlusconi.

Orð hans hafa að vonum fengið hörð viðbrögð en ítalski þingmaðurinn Daniela Sbrollini sagði að þetta væri dæmigert fyrir Berlusconi sem sýndi iðulega af sér kvenfyrirlitningu og segði vafasama brandara sem skildu mann eftir orðlausan.

Berlusconi, sem er orðinn 86 ára gamall, var lengst af mjög fyrirferðarmikill í ítölsku stjórnmálum en vinsældir flokks hans, Forza Italia, hafa farið dvínandi að undanförnu. Hann var eigandi AC Milan í þrjá áratugi og keypti Monza árið 2018 en liðið er í 14. sæti af 20 í ítölsku A-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert