Brasilíski knattspyrnumaðurinn Lucas Leiva hefur neyðst til þess að taka sér hlé frá knattspyrnuiðkun vegna óreglulegs hjartsláttar.
Lucas leikur með Gremio í heimalandinu um þessar mundir eftir að hafa leikið í Evrópu um fimmtán ára skeið, fyrst með Liverpool árin 2007 til 2017 og svo Lazio árin 2017 til 2022.
Eftir að hafa gengist undir venjubundna læknisskoðun fyrir undirbúningstímabil Gremio í aðdraganda næsta tímabils komu í ljós hjartavandamál og þarf Lucas því að taka sér hlé frá æfingum og keppni um óákveðinn tíma.
Hann mun gangast undir frekari læknisskoðanir í framhaldinu, sem munu skera úr hvenær eða hvort Lucas geti æft og spilað á ný.
O Departamento Médico do Grêmio comunica que o atleta Lucas Leiva apresentou, nos exames de rotina da pré-temporada, um quadro de alteração do ritmo cardíaco sendo, por consequência, afastado de atividades físicas até a conclusão de exames complementares e tratamento do quadro. pic.twitter.com/eshY9QYbzt
— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) December 13, 2022