Vill 32-liða HM félagsliða

Gianni Infantino á blaðamannafundi í dag.
Gianni Infantino á blaðamannafundi í dag. AFP/Odd Andersen

Gianni Infantino, forseti FIFA, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að sambandið muni frá og með árinu 2025 halda 32-liða heimsmeistaramót félagsliða. Mun mótið fara fram á fjögurra ára fresti.

HM hefur innihaldið sjö lið að undanförnu og verið haldið ár hvert, en Infantino vill stækka keppnina til muna, eitthvað sem knattspyrnusambönd víða eru ósátt við. The Guardian greinir frá að ekkert stóru knattspyrnusambandanna hafi samþykkt tillögur Infantinos, sem lætur það lítið á sig fá.

FIFA hefur áður stungið upp á að halda 32-liða heimsmeistaramót félagsliða, við litla hrifningu enska knattspyrnusambandsins. Í yfirlýsingu sambandsins kom fram að með fleiri leikjum yrði heilsu leikmanna ógnað verulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert