Er að upplifa drauminn að spila úti

Hildur Antonsdóttir gekk til liðs við Fortuna Sittard í sumar.
Hildur Antonsdóttir gekk til liðs við Fortuna Sittard í sumar. Ljósmynd/Fortuna Sittard

„Þetta er búið að vera mjög huggulegt,“ sagði Hildur Antonsdóttir, 27 ára knattspyrnukona, í samtali við Morgunblaðið um lífið í Sittard í Hollandi.

Hildur gekk í raðir Fortuna Sittard í sumar og gerði tveggja ára samning við félagið. Kvennalið félagsins er glænýtt og að spila sitt fyrsta tímabil og það í efstu deild.

„Þetta er lítill bær syðst í Hollandi, þannig ég er alveg við landamæri Þýskalands og Belgíu. Þetta er nýtt kvennalið og aðstæðurnar eru mjög góðar, sérstaklega miðað við önnur lið í Hollandi. Ég vissi að aðstæðurnar væru góðar þarna, það seldi þetta svolítið fyrir mig. Aðstæður á Íslandi eru góðar miðað við á mörgum stöðum í Evrópu og því fannst mér mikilvægt að fara í lið sem er með góða aðstöðu. Það var ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í þetta félag,“ sagði Hildur.

Í baráttu í efri hlutanum

Fortuna Sittard er sem stendur í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Twente er í toppsætinu með fullt hús stiga og Ajax í öðru sæti með 27 stig. Fortuna Sittard er þremur stigum á undan Den Haag, PSV og Feyenoord. Önnur lið eru töluvert á eftir.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert