Eini karlmaðurinn sem þorði að mæta

„Það eru ekkert rosalega margir sem þora,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um kvennaíþróttir.

Edda Sif stýrði EM-stofunni þegar lokakeppni Evrópumóts kvenna fór fram á Englandi í sumar.

„Ólafur Kristjánsson var eini maðurinn sem þorði að fjalla um EM-kvenna með okkur í sumar,“ sagði Edda Sif.

„Ég ætla ekki að segja það hverjum var boðið en menn virðast vera eitthvað smeykir við það,“ bætti Edda Sif við.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagna …
Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagna marki gegn Belgíu á EM í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert